29. júlí 2024
Fréttir
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd Rangárþings óskaði eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna sveitarfélagsins nú fyrr í sumar.
Flokkarnir eru tveir: Hús í þéttbýli og lögbýli.
Sex hús og tvö lögbýli voru tilnefnd og nú er komið að íbúum að kjósa og fá úr því skorið hver hljóta umhverfisverðlaunin í ár. Kosningin stendur til 12. ágúst og verðlaunin verða afhent á Töðugjöldunum, 17. ágúst næstkomandi.
Hægt er að kjósa með því að smella hér.
Eða með því að skanna þennan QR-kóða: