Kennarar og leiðbeinendur óskast á Heklukot

Ert þú jákvæður með gott skopskyn og finnst frábært að læra eitthvað nýtt ? Ertu til í að takast á við áskoranir í lífinu ?

Við erum að auglýsa eftir kennurum og leiðbeinendum til starfa við leikskólann Heklukot á Hellu í Rangárþingi ytra.

Við vinnum eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur, erum grænfána skóli og stefnum að 7. fánanum. Áhersla er á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik.

Okkur vantar í 100 % stöður.

Hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf kennara (fyrir kennara)
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð

Að vinna í leikskóla er krefjandi og því þarf viðkomandi að vera heilsuhraustur. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni, sýna frumkvæði, sjálfstæði, hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúin til að vinna að málörvun, uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá leikskólans og í nánu sambandi við stjórnendur leikskólans. Óskað er starfsmönnum af öllum kynjum.

Umsókn og ferilskrá óskast send rafrænt á inga@heklukot.is eða með því að smella hér fyrir 11. ágúst nk. Einnig má sjá upplýsingar um skólann á heimasíðu skólans: www.heklukot.is

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrir 16. ágúst. nk.

Sækja um

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?