16. desember 2025
Rangárþing ytra býður eldri borgurum til kaffisamsætis í íþróttahúsinu í Þykkvabæ 10. janúar næstkomandi kl. 14:00.
Í boði verða kaffiveitingar að hætti Kvenfélagsins Sigurvonar og tónlistaratriði frá tónlistarskóla Rangæinga auk þess sem samborgari Rangárþings ytra 2025 verður útnefndur.
Fulltrúar sveitarfélagsins verða á staðnum til skrafs og ráðagerða og hlakka til að taka spjallið við heldri borgara.
Þau sem þurfa akstur frá Hellu eða Lauglandi þurfa að hafa samband og skrá sig, annað hvort með því að senda tölvupóst á osp@ry.is eða hringja í síma 4887000 og gefa upp nafn og heimilisfang.
Hlökkum til að sjá sem flest.