Jólaskreytingakeppnin 2024

Jólaskreytingakeppni Rangárþings ytra verður á sínum stað og að þessu sinni verður keppt í þremur flokkum:

  • Best skreytta húsið
  • Best skreytta tréð
  • Best skreytta fyrirtækið

Tekið verður við tilnefningum til 19. desember.

Tilnefningar skal senda á markaðs- og kynningafulltrúa á netfangið osp@ry.is og taka skal fram heimilisfang og flokk tilnefningar.

Dómnefnd mun svo fara á stúfana og velja sigurvegara í hverjum flokki.

Verðlaun verða afhent á Þorláksmessu 23. desember næstkomandi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?