02. desember 2015
Fréttir
Í gær, þann 1. des. voru ljósin á jólatrénu við árbakkann tendruð. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra fékk það hlutverk að tendra ljósin á jólatrénu og voru jólasveinar til aðstoðar. Eftir að ljósin höfðu verið tendruð var farið í anddyri íþróttahússins þar sem beið viðstaddra heitt kakó og smákökur í boði Hótel Lækjar og Kökuvals. Tónlistaratriði voru flutt frá Tónlistarskóla Rangæinga og dansað var í kringum jólatréð en þeir Kristinn Ingi og Gunnar Bjarki léku undir.
Foreldrafélög Leikskólans Heklukots og Grunnskólans á Hellu héldu utan um viðburðinn.
Fleiri myndir eru aðgengilegar á facebook síðu Rangárþings ytra, smellið hér.