Jóhann G. Jóhannsson ráðinn til starfa

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11. desember sl. að ráða Jóhann G. Jóhannsson í starf íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins.

Jóhann var eini umsækjandinn en hann hefur gegnt starfinu í tímabundinni ráðningu frá því í apríl 2024.

Verkefni Jóhanns eru og verða fjölbreytt. Hann er embættismaður heilsu-, íþrótta og tómstundanefndar, ungmennaráðs og stýrihóps heilsueflandi samfélags. Hann verður einnig embættismaður fjölmenningarráðs sem áætlað er að taki til starfa á fyrri hluta ársins 2025.

Hann kemur að öllum verkefnum sem tengjast íþróttum og æskulýðsstarfi, heilsueflingu og fjölmenningu auk þess að sinna ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum.

Við óskum Jóhanni til hamingju með starfið og óskum honum velfarnaðar í þeim mikilvægu verkefnum sem hann sinnir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?