Jafnréttisáætlun og jafnlaunastefna

Á fundi sveitarstjórnar þann 10. maí s.l. var samþykkt jafnréttisáætlun og jafnréttisstefna sveitarfélagsins. 

Áætlunina má nálgast hér að neðan og í heild með því að smella á hnappinn neðst í fréttinni. 

Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra 2023-2026

Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Áætlunin, sem einnig inniheldur jafnlaunastefnu sveitarfélagsins, var samþykkt af sveitarstjórn 10.05.2023 og skal rædd árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum. Áætlunin tekur gildi þegar Jafnréttisstofa hefur samþykkt hana og er aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórnir skulu samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar leggja fram til samþykktar áætlun um jafnréttismál til næstu fjögurra ára. Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra nær til stjórnsýslu sveitarfélagsins, starfsmanna þess og allrar starfsemi og þjónustu sem veitt er á vegum stofnana sveitarfélagsins. Í áætluninni skulu koma fram markmið og tilgreindar aðgerðir til að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli eftirfarandi laga:

  • Lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
  • Lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.
  • Lög nr. 85/2018 um jafna meðferð utan vinnumarkaðar.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Rangárþings ytra kveður á um markmið við aðgerðir til að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun (6. gr. laga nr.150/2020).

Rangárþing ytra framfylgir jafnlaunastefnu sinni með eftirfarandi aðgerðum:

  • Innleiðir og viðheldur jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012.
  • Öðlast jafnlaunavottun / jafnlaunastaðfestingu í samræmi við 7. gr. / 8. gr. laga nr.

150/2020.

  • Framkvæmir árlega launagreiningu og kynnir niðurstöðurnar fyrir starfsfólki.
  • Bregst við óútskýrðum launamun með úrbótum.
  • Er með jafnlaunastefnu aðgengilega almenningi á heimasíðu sveitarfélagsins.
  • Bregst við með úrbótum og eftirliti ef kröfur staðalsins / staðfestingarinnar eru ekki

uppfylltar.

  • Árlegri rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram.
  • Sveitarstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og framgangi jafnlaunastefnunar.

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Rangárþings ytra byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020, jafna meðferð einstaklinga utan vinnumarkaðar nr. 85/2018 og jafna meðferð einstaklinga á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu nr. 86/2018. Jafnréttisáætlun tekur til sveitarfélagsins sem stjórnvald, vinnuveitandi og þjónustuveitandi.

Rangárþing ytra sem stjórnvald

Sveitarstjórnarfólk Rangárþings ytra gætir þess að vera meðvitað um mikilvægi þess að tryggja jafnrétti allra íbúa sveitarfélagsins óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Markmið sveitarfélagsins er að vera leiðandi í jafnréttismálum og sjá til þess með stefnu sinni og aðgerðum að allir íbúar fái jafna meðferð og hafi jafnan rétt til þátttöku í samfélaginu.

Áætlunina í heild má nálgast með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Jafnréttisáætlun 2023-2026

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?