17. september 2015
Fréttir
Foreldrafélag leikskólans Heklukots ætlar í samvinnu við Umf Heklu að bjóða uppá íþróttaskóla fyrir krakka á leikskólaaldri í íþróttahúsinu á Hellu á laugardögum í vetur frá kl:10.00 -11.00. Þjálfari verður Erla Sigríður Sigurðardóttir fimleikaþjálfari. Fyrirkomulagið á þessu verður þannig að á meðan tímanum stendur fylgir forráðamaður barnsins því allan tímann í gegnum tímann. Keppst verður við að bjóða uppá fjölbreyttar æfingar þar sem börn og foreldrar hafa gaman að því að stunda saman holla og góða hreyfingu. Verðið er 300 kr fyrir hvern tíma. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 26. september.