Íbúaráð Rangárþings ytra – óskað er eftir fulltrúum

Óskað er eftir framboðum til fulltrúa í íbúaráð Rangárþings ytra.

Íbúaráð verður skipað fjórum fulltrúum; einn skal búsettur á Hellu, einn í Holta- og Landsveit, einn í dreifbýli Rangárvalla og einn í fyrrum Djúpárhreppi. Fulltrúar verða að vera með lögheimili í sveitarfélaginu, búsettir þar og vera 18 ára eða eldri. Einnig verða skipaðir fjórir varafulltrúar.

Markmið íbúaráðs eru eftirfarandi:

  • Að vinna að auknu íbúalýðræði með þátttöku íbúa.
  • Að vera formlegur umræðuvettvangur íbúa um hagsmunamál og þjónustu sveitarfélagsins.
  • Að vera vettvangur fyrir samráð íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs við sveitarstjórn.
  • Að vera vettvangur fyrir íbúa til að vera virkir þátttakendur í stefnumörkun Rangárþings ytra.
  • Að senda tillögur til sveitarstjórnar um ýmsa starfsemi og þjónustu.
  • Að stuðla að hverskonar samstarfi íbúa og stjórnsýslu.
  • Að vera ráðgefandi fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins og stuðla að eflingu félagsauðs meðal íbúa.
  • Að stuðla að meiri tengingu á milli stjórnkerfis sveitarfélagsins og íbúa þess og nýta þekkingu íbúanna á sínu nærumhverfi.

Hvetjum öll áhugasöm til að sækja um. Greitt er fyrir fundarsetu á sama hátt og greitt er fyrir setu í öðrum nefndum sveitarfélagsins.

Umsóknir skulu berast á netfangið osp@ry.is og er umsóknarfrestur til og með 30. september 2024.

 

Hér má lesa erindisbréf íbúaráðs Rangárþings ytra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?