19. janúar 2021
Fréttir
Þriðjudaginn 19. janúar kl. 20:00 fer fram íbúafundur um skipulagsmál í Rangárþingi ytra.
Meðal þess sem kynnt verður er breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðisins á Hellu, ný staðsetning á leiksvæðum og yfirferð á öðrum skipulagsmálum sem í ferli eru.
Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM fjarfundakerfi þar sem íbúar geta tekið beinan þátt en verður jafnframt streymt beint í gegnum Facebook síðu sveitarfélagsins.
Slóð á fundinn má nálgast hér:
https://zoom.us/j/99462671824?pwd=cTEvZDY5VC94R20zWG9BcnhiUUxCQT09
Nánari upplýsingar um þau skipulagsmál sem tekin verða fyrir á fundinum verður að finna hér eigi síðar en föstudaginn 8. janúar.
Við hvetjum íbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í fundinum.
Fyrir hönd Skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra,
Birgir Haraldsson