Markmiðið með hreyfiviku er að allir hreyfi sig í að minnsta 30 mín á dag. Öflug dagskrá er alla vikuna hjá okkur í Rangárþingi ytra og er hægt að kynna sér hana hér.
29. maí – Mánudagur
Hvað: Sundleikfimi fyrir alla!
Hvar: Sundlaugin á Hellu
Hvenær: kl. 11:30
Umsjón: Rangárþing ytra /
Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir
30. maí – Þriðjudagur
Hvað: Fjölskylduganga/ruslatýnsla
Hvar: Þykkvibær, hittast við íþróttahús
Hvenær: kl. 17:00
Umsjón: Ungmennafélagið
Framtíðin
31. maí – Miðvikudagur
Hvað: Fyrirlestur um hreyfingu fyrir
eldriborgara
Hvar: Íþróttahúsið á Hellu
Hvenær: kl. 14:00
Umsjón: Aníta Tryggvadóttir
Hvað: Stafganga, þátttakendur þurfa að
mæta með göngustafi. Allir velkomnir.
Hvar: Íþróttahúsið á Hellu
Hvenær: kl. 16:00
Umsjón: Rangárþing ytra /
Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir
1. júní – Fimmtudagur
Hvað: Magadans
Hvar: Íþróttahús í Þykkvabæ
Hvenær: kl. 17:00
Umsjón Ungmennafélagið Framtíðin
Hvað: Fjölskylduganga
Hvar: Frá Íþróttahúsinu, gengið niður að Ægissíðufossi. Þátttakendur hvattir til þess að taka með sér poka ef við skildum rekast á rusl.
Hvenær: kl. 19:00
Umsjón: Ungmennafélagið Hekla
Hvað: Miðnæturopnun, allir synda!
Hvar: Sundlaugin á Hellu
Hvenær: 06:00 – 00:00
Umsjón: Rangárþing ytra
4. júní – Sunnudagur
Hvað: Fjölskylduganga á Skarðsfjall
Hvar: Gengið frá Hellum
Hvenær: 14:00
Umsjón: Íþróttafélagið
Garpur
Við minnum svo að sjálfsögðu alla
á sundkeppni sveitarfélaganna sem
Rangárþing ytra hefur unnið frá
upphafi! Hún virkar þannig að þeir
íbúar í Rangárþingi ytra sem tök hafa
á mæta og synda og metrar þeirra eru
svo skráðir niður – hægt verður að taka
þátt hvenær sem er alla dagana.
Við hvetjum alla til þess að taka þátt því
að sjálfsögðu ætlum við að vinna!
Viðburðirnir verða einnig auglýstir
á www.ry.is og á facebook síðu
Rangárþings ytra!