Hrekkjavökurölt um Hellu 31. október

Hrekkjavakan er á næsta leyti en hún er haldin hátíðleg 31. október ár hvert. Síðustu ár hafa æ fleiri Íslendingar tekið hátíðina upp á sína arma og á Hellu hefur stemningin aukist ár frá ári.

Í fyrra gengu draugar og forynjur um götur þorpsins á milli heimila sem buðu upp á gotterí í poka. Víða var mikill metnaður lagður í skreytingar sem lífgaði svo sannarlega upp á skammdegið.

Í ár eru líkur á enn meiri hrekkjavökustemningu og nú þegar hafa 16 hús skráð sig til leiks sem ætla að bjóða heim í grikk eða gott. 

16 heimili hafa þegar skráð sig til leiks í ár og líklegt er að enn fleiri bætist við í vikunni. 

Kortið yfir þau sem ætla að bjóða heim má sjá með því að smella hér.

Hver sem er getur bætt sínu húsi við kortið eða haft samband við Ösp, markaðs- og kynningafulltrúa, til að bæta sér við (osp@ry.is)

Svo er upplagt að hafa kortið klárt í símanum áður en lagt er af stað á röltið til að skipuleggja leiðina.

Gott er að hafa í huga að á milli 18 og 20  þann 31. október verða margir litlir fætur á ferð um Helluþorp og viljum við biðja akandi vegfarendur að gæta sérlega vel að umhverfi sínu á þessum tíma :)

Hér er tengill á viðburðinn á Facebook. 

Á vísindavefnum má lesa fróðleik um sögu Hrekkjavökunnar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?