28. febrúar 2024
Fréttir
Veitur munu færa hitaveitulagnir við Þrúðvang og Útskála vegna uppbyggingar á svæðinu. Verkið verður unnið í tveimur áföngum. Byrjað verður við Þrúðvang í apríl og vinna við Útskála hefst þegar skóla lýkur snemma sumars 2024.
Vinnan mun standa yfir frá apríl 2024 til loka ágúst 2024. Unnið verður í gangstétt við Þrúðvang en í götunni sjálfri við Útskála.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Veitna.