Hin skógi vaxna sveit

Skógrækt er mjög kröftug í Rangárþingi ytra . Í endurbættri skóglendisvefsjá Skógræktar ríkisins má finna mikið af forvitnilegum upplýsingum um skógrækt á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að flatarmál ræktaðra skóga er næstmest á landinu í Rangárþingi ytra og kemur þar á hæla Fljótsdalshéraðs. Líkur eru til að þessi hlutföll muni breytast tiltölulega hratt á næstu árum því óvíða er meiri kraftur í landgræðsluskógrækt en í Rangárþingi ytra en þar eru Hekluskógarnir flaggskipið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?