16. janúar 2017
Fréttir
USSS - Undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi var haldin í íþróttahúsinu á Hellu á föstudag. Það voru 11 félagsmiðstöðvar sem tóku þátt og þrjár voru valdar úr til þátttöku í lokakeppninni, það voru Celsíus-Selfossi, Skjálftaskjól-Hveragerði og Hellirinn-Hellu. Bergrún Birkisdóttir og Heiðar Óli Guðmundsson kepptu fyrir hönd Hellisins - Til hamingju!
Eftir söngvakeppnina var svo slegið upp dansleik með engum öðrum en sjálfum Páli Óskari og var gríðarleg stemming í húsinu.