13. september 2022
Fréttir
Starfsmenn Römpum upp Ísland ásamt Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur formanni Byggðaráðs.
Í síðustu viku voru á ferðinni starfsmenn á vegum Römpum upp Ísland á Hellu. Í þessari lotu voru rampar settir upp á fimm stöðum, þrír við Miðjuna og tveir við Stracta Hótel Hellu, með það að markmiði að auka aðgengi hreyfihamlaða að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.
Staðreyndin er sú að aðgengi á Íslandi er oft mjög takmarkandi fyrir hreyfihamlaða. Því er mikilvægt að koma upp römpum eða tryggja aðgengi með öðrum hætti. Ramparnir geta verið jafn misjafnir og þeir eru margir.
Við þökkum kærlega fyrir framlag verkefnisins til þess að auka aðgengi hreyfihamlaðra á Hellu.
Ef þú vilt koma á framfæri ábendingu til sveitarfélagsins um staði þar sem úrbóta er þörf í aðgengismálum smellið þá á takkann hér fyrir neðan.