Heitavatnslaust á Hellu 4. júní 2024

Vegna framkvæmda Veitna við hitaveitulögn verður heitavatnslaust á stórum hluta Hellu frá kl. 08:00 til 20:00, 4. júní næstkomandi.

Eins og fram hefur komið vinna Veitur að færslu hitaveitulagnar vegna framkvæmda á skólasvæðinu á Hellu og er þetta liður í þeirri framkvæmd.

Veitur minna á að mikilvægt er að skrúfað sé fyrir alla krana til að koma í veg fyrir tjón þegar vatnið kemur aftur á.

Húseigendum er bent á að huga að sínum innanhússkerfum og gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.  

Þegar vatni er hleypt aftur á viðamikið lagnakerfi eftir lokun er eðlilegt að lekar geti komið upp. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að tilkynna það svo hægt sé að bregðast við sem fyrst.  

Veitur benda húseigendum á að hafa samband við pípara eða söluaðila kerfisins til að fá nánari leiðbeiningar varðandi innanhússkerfi á borð við gólfhita.

Hér má nálgast tilkynningu Veitna í heild sinni.

 

On June 4th, the hot water will be off from 8am to 8pm in Hella. All faucets MUST be turned off to avoid damage once the hot water comes back on.

Residents are adviced to contact a plumber or their hot water provider regarding individual water systems, such as underfloor heating.

Here´s a link to the full notice in Icelandic and English.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?