13. ágúst 2015
Fréttir

Heimsleikar Íslenska hestsins fóru fram í Danmörku í liðinni viku. Rangæingar voru fjölmennir í landsliði Íslands og stóðu sig frábærlega. Guðmundur Björgvinsson á Efri-Rauðalæk varð heimsmeistari í fjórgangi með Hrímni frá Ósi og Reynir Örn Pálmason á Króki heimsmeistari í fimmgangsgreinum með Greifa frá Holtsmúla. Gústaf Ásgeir Hinriksson á Árbakka og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Fákshólum stóðu í fremstu röð ungmenna ásamt sínum hestum. Þá sýndi Árni Björn Pálsson í Oddhóli kynbótahross til efstu metorða og tengdafaðir hans Sigurbjörn Bárðarson í Oddhóli keppti til úrslita í Tölti að ógleymdum Daníel Jónssyni á Hellu sem sló rækilega í gegn með stóðhestinn Glóðafeyki frá Halakoti.