Greiðslurnar eru fyrir foreldra barna á aldrinum 12 - 24 mánaða sem ekki eru í leikskóla.
Heimgreiðsla er bundin því að barn sé með lögheimili í Rangárþingi ytra. Við flutning á lögheimili barnsins úr sveitarfélaginu falla heimgreiðslur niður frá og með sama degi.
Heimgreiðsla fellur niður þegar barn hefur leikskólagöngu.
Upphæð heimgreiðslu er kr. 92.791 á mánuði fyrir hvert barn.
Umsókn þarf að berast fyrir 1. dag mánaðar sem greiðslur eiga að hefjast. Heimgreiðslur eru greiddar eftirá, síðasta virka dag mánaðar.
Greiðslur hefjast í fyrsta lagi þann dag sem barn hefur náð tilskildum aldri og lýkur daginn sem barn hefur náð 24 mánaða aldri eða þann dag sem leikskólaganga hefst.
Verði um ofgreiðslu að ræða á heimgreiðslum áskilur Rangárþing ytra sér rétt til endurgreiðslu. Sé ofgreiðsla á grundvelli þess að umsækjandi hafið gefið upp rangar upplýsingar eða hann hafi ekki tilkynnt um breytingar á högum sínum sem hafa áhrif á rétt til heimgreiðslu er heimilt að leggja dráttarvexti á upphæð endurkröfunnar.
Reglur þessar taka gildi frá og með 1. ágúst 2020