04. september 2024
Fréttir
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október.
Í ár verður lögð áhersla á slagorðin; „Er allt í gulu?“, ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ og „Er allt í gulu í þínum skóla?“
Gulur september er hugsaður til að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna - sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
- Takið þátt í gula deginum 10. september:
- Klæðist gulu, skreytið með gulu eða bjóðið upp á gular veitingar.
- Takið myndir af gulri stemmingu. Myndin getur verið sjálfa eða af vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum hlutum.
- Deilið myndum á samfélagsmiðlunum með myllumerkinu #gulurseptember