Grunnskólinn Hellu auglýsir lausar stöður fyrir skólaárið 2022-2023

Grunnskólinn Hellu auglýsir eftir sérkennara, þroskaþjálfa, stuðningsfulltrúum og einstaklingi í ræstingar fyrir skólaárið 2022-2023

 

Laus er staða sérkennara í 60% stöðu.

Leitað er eftir einstaklingi sem uppfyllir eftirfarandi menntunar- og færnikröfur:

  • Kennsluréttindi skilyrði
  • Menntun í sérkennslufræðum og eða öðru námi sem nýtist í starfi ákjósanleg.
  • Að annast áætlanagerð, kennslu og námsmat samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrár.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skipulagshæfni

 

Laus er staða þroskaþjálfa í 40% stöðu.

Leitað er eftir einstaklingi sem uppfyllir eftirfarandi menntunar- og færnikröfur:

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og starfsleyfi til að vinna sem slíkur.
  • Vinna með nemendum með þroska- og hegðunarfrávik.
  • Gera áætlanir, sinna þjálfun, vinna með félagsfærni, aðlaga námsefni og námsaðstæður í samvinnu við fagfólk og foreldra.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skipulagshæfni

Laus er staða stuðningsfulltrúa í 60% stöðu annars vegar og 30% stöðu hins vegar. Möguleiki er á að ráða einn stuðningsfulltrúa í 90-100% stöðu. Um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða.

  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. stuðningsfulltrúanám.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skipulagshæfni

Þá vantar einstakling í 50% þrif (möguleiki á að skipta starfinu upp í smærri einingar).

 

Í Grunnskólanum Hellu eru nú 135 nemendur í 1.-10. bekk.

Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans http://grhella.is

Vinsamlegast hafið samband við undirritaða

til að fá frekari upplýsingar:

Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri á netfang kristins@grhella.is eða í síma 488 7021 / 663 6217

Kristinn Ingi Guðnas. aðstoðarskólastjóri á netfang kristinn@grhella.is eða í síma 488 7022 / 848 1467

Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?