Sveitarfélagið tekur þátt í þróunarverkefninu Gott að eldast þar sem unnið er að skilvirkari upplýsi…
Sveitarfélagið tekur þátt í þróunarverkefninu Gott að eldast þar sem unnið er að skilvirkari upplýsingagjöf um hreyfiúrræði fyrir íbúa 60 ára og eldri.

Rangárþing ytra er að taka þátt í þróunarverkefni á vegum fjár­mála- heil­brigð­is- og félags­málaráðuneytisins, Sam­taka sveit­ar­fé­laga og Lands­sam­bands eldri borg­ara sem ber heitið Gott að eldast.

Liður í aðgerðaráætluninni er að birta hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri ásamt öllum upplýsingum um framboð heilsueflandi aðgerða á landsvísu á einum stað (www.island.is). Markmiðið með því er að brúa bilið á milli þeirra sem leita eftir þjónustu og þeirra sem standa fyrir hreyfiframboðum.

Með því að birta skilvirkar upplýsingar um hreyfingu á einum stað getur ávinningurinn orðið margþættur; Fólk 60 ára og eldri getur fundið hreyfingu við sitt hæfi í sínu nærumhverfi, fagaðilar geta vísað fólki í viðeigandi þjálfun og úrræði og aðilar koma sinni þjálfun á framfæri.

Rangárþing ytra ætlar að halda utan um öll hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri á frístundarvefnum:

Sudurlif.is undir flokknum: 60+ ( eldri borgarar.) Allir sem sjá um hreyfiúrræði þ.e. eigendur/þjálfarar setja þá upplýsingar inn á frístundarvefinn og sjá sjálfir um að uppfæra þær hverju sinni til þess að upplýsingar séu alltaf réttar.

Fullnægjandi upplýsingar þurfa að innihalda:

Gerð hreyfingar, staðsetningu, dag og tímasetningu og verð ef hreyfingin kostar. Auk upplýsinga um þjálfara, svo sem nafn, netfang og símanúmer.

Dæmi:

  • Sundleikfimi, Laugardalslaug við Sundlaugarveg 105, 105 Reykjavík
  • Miðvikudaga kl. 9:00 – 10:00
  • 8 vikna námskeið kostar 5000 kr.
  • Þjálfari: Jósefína Jónsdóttir, josefinj@sund.is s: 777 0777

Ef einhver vandamál verða við skráningu eða spurningar vakna varðandi verkefnið er hægt að hafa samband á netfangið: sudurlif@sudurlif.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?