21. janúar 2021
Fréttir
Mynd: Landsvirkjun
Fyrri áfanga af tveimur við nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá við Búrfell lauk núna skömmu fyrir jól en framkvæmdir hófust þann 18. október sl.
Það er Landsvirkjun sem kostar framkvæmdina sem unnin er í góðu samstarfi við sveitarfélögin Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Ístak er framkvæmdaaðili. Seinni áfanginn er að koma stálbitabrúnni á brúarstöplana en notað verður Íslenskt límtré í brúargólfið. Stálið er framleitt í Póllandi og er reiknað með því til Þorlákshafnar seinnipart marsmánuðar ef allt gengur eftir.
Áætlað er að brúin verði tilbúin um miðjan júní á þessu ári. Þetta er mikið fagnaðarefni og verður kærkomin viðbót við ferðamöguleika á svæðinu.