
Héraðsnefnd Rangárvallasýslu auglýsir eftir fólki til þess að sitja í ritstjórn héraðsritsins Goðasteins. Ritnefndin er skipuð 5–6 ritnefndarmanneskjum auk ritstjóra og greitt er í verktöku samkvæmt fyrirfram ákveðnum skilyrðum.
Í starfinu felst að skrifa og/eða hafa uppi á fróðlegu og skemmtilegu efni úr héraði, í tengslum við menningu, sögu, listir, mannlíf og vísindi. Þá sér ritnefnd um auglýsingasöfnun, myndritstjórn og yfirlestur á blaðinu auk smálegra viðvika í tengslum við útgáfu af þessu tagi.
Goðasteinn á sér 60 ára sögu sem héraðsrit og hefur mikið menningarlegt gildi. Frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á mannlífi og menningu í héraði og langar til að öðlast reynslu á sviði ritstjórnar og útgáfu.
Nánari upplýsingar má fá hjá Hörpu Rún Kristjánsdóttur, ritstjóra Goðasteins (harparunholum@gmail.com) eða með því að mæta á opinn ritstjórnarfund sem auglýstur verður á Facebooksíðu Goðasteins.