Góð gjöf frá Heklukoti

Við á skrifstofu Rangárþings ytra fengum heldur betur góða heimsókn frá elstu börnunum á Heklukoti 28. júní 2024.

Þau komu færandi hendi með listaverk, stórt og glæsilegt málverk af drottningu fjallanna, Heklu. Leikskólinn Heklukot varð 50 ára nýlega og var listaverkið unnið í tilefni af því.

Þessi flotti hópur kom í fylgd sinna frábæru kennara, þau sungu fyrir okkur lag og sögðu okkur eitt og annað um tilurð verksins. Þau hefja svo skólagöngu í ágúst og óskum við þeim alls hins besta.

Virkilega gaman að fá þau öll og þakkar sveitarfélagið þeim kærlega fyrir gjöfina. Myndin fær að njóta sín á góðum stað á skrifstofunni um ókomna tíð.

 

Hér má sjá barnahópinn með kennurum og fulltrúum sveitarfélagsins

 

Þau voru auðvitað afar stolt af verkinu og fannst ekki leiðinlegt að segja aðeins frá því

 

 Þetta flotta plagg um tilurð verksins fylgdi með 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?