17. september 2018
Gönguhópurinn á Gíslholtsfjalli.
Önnur lýðheilsuganga september mánaðar fór fram s.l. miðvikudag þegar gengið var á Gíslholtsfjall undir leiðsögn Sverris Kristinssonar í Gíslholti. Þökkum við honum kærlega fyrir að hafa leitt þessa göngu.
Næsta ganga fer fram á miðvikudaginn kl. 18:00 þegar gengið verður frá Djúpósstíflu og niður með Ytri-Rangá.
Að venju eru allir velkomnir!
Lifum og njótum!