FUNDARBOÐ
11. fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra
verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, miðvikudaginn 15. apríl 2015 og hefst kl. 15:00
Dagskrá:
Almenn mál
1. 1410045 - Endurskoðun 2014
Gert er ráð fyrir að ársreikningar 2014 fyrir Rangárþing ytra verði tilbúnir til framlagningar seinnipart aprílmánuðar. Boða þarf aukafund sveitarstjórnar.
2. 1504002 - Rekstur Brúarlundar
Ungmennafélagið Merkihvoll óskar eftir viðræðum um rekstur Brúarlundar
3. 1504010 - Fyrirkomulag skipulags- og byggingarmála
Mögulegt samstarf við nágrannasveitarfélög.
4. 1504003 - Lægra orkugildi hjá OR
Ábending um að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að OR miði við orkugildi en ekki rúmmetragjald á heitu vatni.
5. 1503026 - Ósk um samstarf - EAB New Energy GmbH
Viljayfirlýsing (Memorandum of understanding)
6. 1501007 - Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra
Kynning á skýrslu með frumhönnun og kostnaðarmati á ljósleiðara um Rangárþing ytra.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 1503005F - Byggðarráð Rangárþings ytra - 9
8. 1503001F - Fjallskilanefnd Rangárvallaafréttar - 2
8.1. 1503016 - Endurskoðun afréttarskrár Rangárvallaafréttar
9. 1501010F - Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 5
9.1. 1501060 - Sumarfrí á leikskólum
Áætlun um sumarlokanir
9.2. 1503063 - Erindi frá leikskólastjórum
Erindi frá leikskólastjórum Heklukots og Laugalands
9.3. 1503033 - Sunnlenski skóladagurinn
Verður haldinn 27. apríl í FSU
9.4. 1503055 - Menntaþing á Suðurlandi
Verkefni á vegum SASS sóknaráætlunar
10. 1503008F - Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 8
11. 1503009F - Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 9
12. 1504002F - Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 10
13. 1504003F - Viðræðunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps - 11
14. 1503003F - Skipulagsnefnd Rangárþings ytra - 80
14.1. 1503079 - Heiðarbrún II, Landskipti
Valdimar Jónsson óskar eftir landskiptum úr jörð sinni Heiðarbrún II. Stofnuð verði 18.246 m² lóð úr jörðinni undir íbúðarhús. Lóðin fær landnr. 223106.
14.2. 1504007 - Lýtingsstaðir landskipti
Þinglýstir eigendur Lýtingsstaða, landnr. 165121, óska eftir að skipta jörð sinni í 5 parta.
14.3. 1408015 - Landmannahellir, breyting á deiliskipulagi
Hellismenn óska eftir heimild sveitastjórnar til að fá að breyta núgildandi deiliskipulagi fyrir landmannahelli (Samþ. 8.4.2010). Áform eru um að bora nýja holu fyrir vatnsveitu þar sem núverandi hola er uppþornuð.
14.4. 1501005 - Gaddstaðaflatir deiliskipulag hestasvæðis
Rangárþing ytra stefnir á að hefja skipulagsferli á svæðinu sunnan við hótel Stracta ásamt Aldamótaskógi. Skipulagt verður svæði fyrir hestatengda starfsemi og fleira.
14.5. 1504009 - Lóð úr landi Haga við Gíslholtsvatn, 165217
Lóðarhafi hefur fengið heimild til að deiliskipuleggja lóð sína við Gíslholtsvatn, landnr. 165217. Gerð verður önnur lóð innan svæðisins og áform um að byggja sumarhús á henni. Samþykki nærliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.
14.6. 1401025 - Landsvirkjun, Vindlundur á Þjórsár-, Tungnaár-svæðinu
Margrét Arnardóttir verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun, vegna leyfismála er varða vindlund á Þjórsár-, Tungnaársvæðinu.
14.7. 1407018 - Haukadalur lóð B, deiliskipulag
Ingólfur Örn Steingrímsson óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja land sitt, lóð B í landi Haukadals, fyrir íbúðarhús og frístundasvæði. Hluti spildunnar fellur undir landbúnað og hluti undir frístundasvæði skv. aðalskipulagi. Tillagan tekur til þriggja frístundalóða auk bygginga íbúðarhúss og skemmu. Fyrir er á landbúnaðarsvæði spildunnar gestahús og geymsla.
Fundargerðir til kynningar
15. 1503077 - HES - stjórnarfundur 163
Fundargerð frá 26032015
16. 1503024 - SASS - 489 stjórn
Fundargerð 16012015
17. 1503025 - Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 164
Fundargerð 250215
18. 1504012 - Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 165
Fundargerð 26032015
19. 1504011 - Samband Íslenskra Sveitarfélaga - 827 fundur
Fundargerð frá 01042015
20. 1504013 - Stjórnarfundur 41 - Brunavarnir Rang
Fundargerð 26032015
13.04.2015
Ágúst Sigurðsson, Sveitarstjóri.