Fundarboð og dagskrá - 40. fundur sveitarstjórnar 2010-2014

40. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, á kjörtímabilinu 2010 - 2014, verður haldinn að Suðurlandsvegi 3 á Hellu, fimmtudaginn 20. desember 2012, kl. 20.30.

FUNDARBOÐ OG DAGSKRÁ

1. Fundargerðir hreppsráðs:
Engin fundargerð liggur fyrir þessum fundi.

2. Fundargerðir annarra fastanefnda, ráða og stjórna til staðfestingar:

2.1 54. fundur skipulagsnefndar, 17.12.12, í 30 liðum.

3. Fundargerðir annarra nefnda, ráða og stjórna til kynningar:

3.1 Suðurlandsvegur 1 - 3 ehf., hluthafafundur 13.12.12, í einum lið.

4. Tillaga að afsláttarfjárhæðum vegna fasteignaskatta og fráveitugjalda eldri borgara og öryrkja árið 2013.

5. Innfærsla vegna fundargerðar 39. fundar hreppsnefndar 14. desember 2012.

6. Kosning fulltrúa í samgöngu-, hálendis- og umhverfisnefnd.

7. Tillaga frá Á-lista um samstarfssamning við KFR.

8. Ómar Halldórsson 13.12.12 - beiðni um breytingu á skráningu frístundahúss í landi Hraunhóls í fasteignamatsskrá.

9. Stracta Construction ehf. 13.12.12 - umsókn um lóðina Rangárbakka 4.

10. Vegagerðin 03.12.12 - umsókn um framkvæmdaleyfi v. efnisnámu í Merkurhrauni.

11. Tillaga um lágmarksfyrirvara fyrir sveitarstjórnarfulltrúa til þess að leggja fram óskir um efnisliði á dagskrá funda
hreppsnefndar og hreppsráðs.

12. Tillaga um skipan vinnuhóps til þess að semja drög að „samþykkt um stjórn Rangárþings ytra“.


13. Tillaga að fundatíma og fundadögum hreppsnefndar og hreppsráðs.

14. Frá Á-lista:

14.1 Fulltrúar Á-lista óska eftir umræðu um skipulag og framkvæmd sveitarstjórnarfunda Rangárþings ytra,
sérstaklega er varðar a) hvernig málum er komið á dagskrá sveitarstjórnarfunda (löglegur fyrirvari, afgreiðsla
oddvita), b) réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna í tengslum við að koma málum á dagskrá, b) ritun
fundargerða, c) rétt áheyrnarfulltrúa á fundum sveitarstjórnar. Meðfylgjandi er greinargerð.

14.2 Fulltrúar Á-lista fara fram á að leitað verði álits lögfræðings Sambands ísl. sveitarfélaga á því hvert væri best að leita með málefni sem kynnt var undir lið 17.1 á 39. fundi hreppsnefndar 14. desember 2012 áður en efnisleg umræða fer fram skv. bókun á 39. fundi.

15. Fundarboð, ráðstefnur, námskeið, þjónusta og umsóknir um styrki:

15.1 Skotfélagið Skyttur - umsókn um styrk.

15.2 KFR - framlag vegna 2012.

16. Annað efni til kynningar:

16.1 Skipulagsstofnun - umburðarbréf til sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa.

17. Trúnaðarmál.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?