FUNDARBOÐ
27. fundur byggðarráðs Rangárþings ytra
verður haldinn að Suðurlandsvegi 1-3, 28. september 2016 og hefst kl. 13:00
Dagskrá:
Fundargerð
1. 1608003F - Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11
2. 1609002F - Atvinnu- og menningarmálanefnd - 9
3. 1609004F - Oddi bs - 6
Almenn mál
4. 1609048 - Rekstraryfirlit 28092016
Yfirlit um rekstur janúar-ágúst.
5. 1609017 - Fjárhagsáætlun 2016 - viðauki 2
Drög að viðauka 2, endurskoðun fjárhagsáætlunar og útkomuspá 2016.
6. 1608040 - Dynskálar 20, umsókn um lóð
Helgi B. Óskarsson fyrir hönd Gilsár ehf sækir um lóðina Dynskálar 20 undir áformaða byggingu gistihúss. Fyrirhugað er að í breyttu deiliskipulagi verði lóðir nr. 10, 18 og 20 sameinaðar í eina lóð undir verslun og þjónustu og verði aðal aðkoma frá Suðurlandsvegi.
7. 1601018 - Hugmyndagáttin 2016
Ábendingar sem borist hafa í hugmyndagáttina.
8. 1608028 - Ósk um framlag - dvöl fatlaðra í Reykjadal
Erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
9. 1606011 - Styrkumsókn - Batasetur Suðurlands
Ósk um fjárstuðning frá Batasetri Suðurlands.
10. 1607009 - Umsögn um stofnun lögbýlis Litla Klofa 6a
Ósk varðandi umsögn um lögbýlisstofnun í Litla-Klofa 6a.
11. 1609049 - Vatnsveita Vestur-Landeyja á Bakkabæjum
Erindi frá Rangárþingi eystra.
12. 1501024 - Oddabrú yfir Þverá
Staða mála varðandi vegtengingu frá Odda að Bakkabæjum yfir Þverá.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
13. 1606014 - Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs
Erindi varðandi tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO.
14. 1609041 - Snjallsteinshöfði 1, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki I.
Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Hrafnkels Óðinssonar um rekstrarleyfi til heimagistingar í flokki I í íbúðarhúsi sínu að Snjallsteinshöfða 1 í Rangárþingi ytra.
15. 1609016 - Gatnagerð við Rangárflatir
Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi við Rangárflatir þannig að götulýsing og gangstétt færist yfir götuna.
Fundargerðir til kynningar
16. 1609037 - 247.fundur Sorpstöð Suðurlands
Mál til kynningar
17. 1609054 - Rangárljós - verkfundir
Minnispunktar frá upphafsfundi framkvæmda 23092016
26. september 2016
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri.