28. september 2020
Fréttir
Agnes Ólöf Thorarensen og Þórhallur Svavarsson ásamt Hjalta Tómassyni formanni Umhverfisnefndar.
Árlega veitir Umhverfisnefnd Rangárþings ytra umhverfisverðlaun að undangengnum tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins. Þar er leitast eftir stöðum sem þykja til fyrirmyndar og eru öðrum hvatning að fallegu umhverfi. Fjölmargar tilnefningar bárust en það var Freyvangur 6 sem þótti skara fram úr í ár enda hafa eigendur þar tekið allt umhverfið í gegn svo um munar síðast liðin tvö ár. Við Freyvang 6 búa Þórhallur Svavarsson og Agnes Ólöf Thorarensen ásamt dætrum sínum þremur og hundinum Loka. Það var Hjalti Tómasson formaður Umhverfisnefndar sem veitti viðurkenninguna í ár.