31. maí 2024
Fréttir
Nemendum í bæði grunn- og leikskólanum á Laugalandi hefur fjölgað síðustu ár. Þarfagreining var gerð á húsnæðinu sem leiddi það í ljós að brýn þörf væri á endurbótum miðað við þróunina, sem bendir til enn meiri fjölgunar nemenda á næstu árum.
Matið leiddi í ljós að mest lægi á stækkun leikskólans og áætlað er að breyta notkun á núverandi húsnæði til að hægt verði að bæta við þriðju leikskóladeildinni sem taka á í notkun haustið 2024.
Framtíðaráætlanir gera síðan ráð fyrir frekari endurbótum og stækkun skólahússins.
Hér fyrir neðan eru teikningar og myndir sem sýna svæðið og áætlaðar breytingar.