Framkvæmdir hefjast brátt við nýjan gervigrasvöll á Hellu

Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli fyrir fótboltaiðkun var tekin á Hellu á dögunum. Völlurinn verður í fullri stærð og búinn hitakerfi. Breytingar og uppbygging íþróttasvæðisins á Hellu hafa verið á teikniborðinu í nokkurn tíma og ljóst er að aðstaða til íþróttaiðkunar mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og árum.

Þjótandi ehf. bauð lægst í gerð vallarins og var samningur við fyrirtækið undirritaður í kjölfar fyrstu skóflustungunnar.

Fljótlega verður hafist handa við burðarlag og fergingu nýja vallarsvæðisins og áætlað er að völlurinn verði tilbúinn til notkunar síðsumars 2025 – ef til vill verður fyrsti leikurinn spilaður í tilefni Töðugjalda 2025!

Hér má sjá teikningu af nýja íþróttasvæðinu

 

Fulltrúar sveitarstjórnar, umf. Heklu og KFR taka fyrstu skóflustunguna. Frá vinstri eru Eggert Valur Guðmundsson, oddviti, Eydís Indriðadóttir, fulltrúi D-lista, Gunnlaugur Friðberg Margrétarson, fullrúi umf. Heklu og Elísabeth Lind Ingólfsdóttir, fulltrúi KFR.

 

Hópur fulltrúa og velunnara fagna upphafi framkvæmda við nýjan gervigrasvöll

 

Eggert Valur Guðmundsson oddviti og Ólafur Einarsson eigandi Þjótanda ehf handsala samninginn eftir undirritun hans

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?