27. nóvember 2015
Fréttir

Jólatónleikar voru haldnir á Laugalandi í Holtum í gær, þar komu fram Hringur kór eldri borgara, Kammerkór Rangæinga, Karlakór Rangæinga og Kvennakórinn Ljósbrá. Sigríður Aðalsteinsdóttir söng einsöng. Tónleikarnir voru virkilega skemmtilegir og komu öllum í alvöru jólaskap. Frábært var að sjá og upplifa það öfluga kórstarf sem er í Rangárvallasýslu.
Ef einhver sem les þetta missti af tónleikunum í gærkvöldi þá er um að gera að skella sér í Hvolinn, Hvolsvelli í kvöld kl 20:00. Miðaverð er almennt 2.500 kr, eldri borgarar 2.000 kr og frítt fyrir 16 ára og yngri.