Frá Sorpstöð Rangárvallasýslu - Grenndarstöðvar
Sorpstöð Rangárvallasýslu sér um sorphirðu heimila, starfrækir grenndarstöðvar fyrir heimilisúrgang íbúa og frístundahúsa og tekur á móti öllum úrgangi heimila, frístundahúsa og fyrirtækja á móttökustöðinni á Strönd.
 
Grenndarstöðvar eru við Landvegamót, á Hellu, Hvolsvelli og við Heimaland er gámur fyrir almennt sorp. Þar geta íbúar og eigendur frístundahúsa farið með heimilisúrgang þ.e. pappír/pappi, plastumbúðir, almennt sorp (grátunna), lífrænan úrgang, gler- og málmumbúðir.
 
Mjög mikilvægt er að ALLT sem ekki flokkast sem heimilisúrgangur s.s. raftæki, spilliefni (t.d. málning), húsgögn og úrgangur frá framkvæmdum sé farið með beint á móttökustöðina á Strönd.
 
Ef úrgangur sem ekki flokkast sem heimilisúrgangur blandast við innihald gáma á grenndarstöðvum þýðir það kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin þegar gámur er losaður til endurvinnsluaðila.
 
Fyrirtækjum ber að fara með allan sinn úrgang beint á móttökustöðina á Strönd eða semja við aðra þjónustuaðila um sína sorphirðu.
 
Ef einhverjar fyrirspurnir eru um flokkun úrgangs ekki hika við að hafa samband við okkur í s: 4875157, strond@rang.is eða í gegnum Facebook. 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?