Frá Gámaþjónustunni um sorplosun síðustu daga

Það hefur gengið illa síðustu daga að losa rusla- og blátunnur á svæðinu, við vorum á eftir áætlun á föstudaginn fyrir viku og ætluðum að vinna það upp á mánudaginn en þá var ekki hægt að losa á Strönd vegna veðurs og þurftum við að fara til Reykjavíkur til að losa. Sama gerðist á þriðjudaginn og þar með farinn um einn vinnudagur eða rúmlega 6 klukkustundir í akstur á söfnuarbílnum. Á miðvikudaginn var svo ekkert veður til að vinna við sorphirðu. Á fimmtudaginn þá vorum við að losa eftir fremsta megni.


Sorphirðan fór eðlilega fram á Hellu og á Hvolsvelli í vikunni, við erum á eftir áætlun í Rangárþingi ytra og eigun eftir að losa austan landvegamóta, Rauðilækur, Lyngás, Vetleifsholt, Þykkvabæ, Árbæjarveg, Bjallaveg, Þingskálaveg, Rangárvallarveg, Hekklubyggð, Selalæk og Oddaveg.

Við stefnum á að vinna þetta niður strax í næstu viku.

Hannes Örn Ólafsson
Þjónustustjóri GÞ

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?