Ægissíðufoss
Ægissíðufoss
Fjárhagsáætlun Rangárþings ytra 2019-2022 til seinni umræðu.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings ytra (A og B hluta) árið 2019 nema alls 1.919 m. kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 1.692 m. kr. og þar af reiknaðar afskriftir 117,6 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 113,8 m. kr. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um kr. 113 m.

Veltufé frá rekstri er 289,8 m.kr. Í eignfærða fjárfestingu A og B hluta verður varið 377 m. kr. og afborgun lána 112,7 m. kr. Ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtíma lán á árinu 2019. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2019 alls 1.774 m. kr og eigið fé 1.954 m. kr. 

- Framlegðarhlutfall 2019 er áætlað 18,0%
- Veltufjárhlutfall 2019 er áætlað 0,85
- Eiginfjárhlutfall 2019 er áætlað 0,52
- Rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum er áætlaður jákvæður um 478 m. kr.
- Reiknað skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum fer niður í 73,1% á árinu 2019 og skuldahlutfallið í 92,4%.

Fjárhagsáætlun áranna 2019-2022 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Fylgiskjöl með fjárhagsáætlun 2019-2022.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?