Formenn íþróttafélagsins Garps og ungmennafélagsins Heklu undirrituðu endurnýjaða þjónustusamninga við Rangárþing ytra á dögunum
Þjónustusamningunum er gert að efla samstarf milli Rangárþings ytrra og félaganna og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu.
Samningunum er ætlað að tryggja og styrkja enn frekar starfsemi félaganna, enda er sveitarfélagið þeirra skoðunar að þau sinni öflugu og viðurkenndu íþrótta- og forvarnarstarfi.
Fyrir utan árlega greiðslu fá félögin greitt fyrir Íslandsmeistara og alþjóðlega titla eins og norðulanda-, evrópumeistara og heimsmeistaratitla í íþróttagrein sem viðurkennd er af ÍSÍ.
Samningarnir gilda út árið 2027.
Hér má sjá Jón Valgeirsson, sveitarstjóra og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formann Heklu handsala samninginn á milli RY og umf. Heklu
Hér má sjá Jón og Steindór Tómasson, formann Garps, handsala samning RY og Garps