08. desember 2016
Fréttir
Þann 16. júní 2016 samþykkti Alþingi lög nr. 75/2016, um húsnæðisbætur. Gildistökudagur laganna er 1. janúar 2017 og leysa þau af hólmi eldri lög um húsaleigubætur. Sveitarfélög skulu veita foreldrum eða forsjáraðilum 15-17 ára barna, sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili, húsnæðisstuðning. Stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar.
Umsóknarfrestur er til 15.01.2017