Á dögunum var endurnýjaður samstarfssamningur við Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR). KFR var stofnað 1997 og hefur það að markmiði að styrkja möguleika til knattspyrnuiðkunar í Rangárvallasýslu. Félagið heldur út æfingum fyrir yngri flokka auk þess sem meistaraflokkur félagsins hefur leikið á Íslandsmóti.
Samningnum er ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings ytra og KFR og tryggja öflugt íþróttastarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi KFR enda er sveitarstjórn þeirrar skoðunar að það sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.
Samningurinn er árangurstengdur eftir fjölda virkra iðkenda í Rangárþingi ytra og geta því árlegar greiðslur orðið á bilinu 2.150.000 – 3.000.000 kr. KFR fær einnig aðgang að öllum íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir deild sína í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja sveitarfélagins. Samningurinn tekur við af eldri samning sem rann út í lok árs 2018.