21. desember 2020
Fréttir
Búðin séð frá veginum.
Á Rauðalæk leynist skemmtileg búð þar sem kennir ýmissa grasa. Fyrst og fremst er þar um að ræða verslun með vörur fyrir dýrin stór og smá en einnig er hægt að fá þar gjafavöru og fatnað.
Árið 2018 keypti Dýralæknirinn Sandhólaferju húsnæði að Rauðalæk sem áður hýsti þvottahúsið Rauðalæk. Fyrst var hugað að því að færa aðstöðuna sem tengist dýralækningum og í kjölfarið að byggja upp búðina.
Hvort sem verið er að leita að einhverju fyrir dýrin stór eða smá eða skemmtilegri gjafavöru þá er um að gera að koma við á Rauðalæk og kynna sér búðina sem þar er.
Dýralæknirinn Sandhólaferju er líka á Facebook!
Fleiri fréttir og umfjallanir um fyrirtæki í Rangárþingi ytra má nálgast í nýjasta fréttabréfi sveitarfélagsins.
Fleiri myndir má nálgast á Facebook síðu Rangárþings ytra.