Mynd: www.forseti.is
Mynd: www.forseti.is

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, sæmdi í gær, 17. júní, fjór­tán Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum.

Tveir Rangæingar hlutu riddarakross, þau Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum á Rangárvöllum og fyrrverandi alþingismaður, fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­störf og fram­lag til menn­ing­ar­mála í heima­byggð og Guðni Guðmunds­son bóndi á Þverlæk fyr­ir fram­lag til um­hverf­is­vernd­ar og sam­fé­lagsþjón­ustu.

Við óskum Drífu og Guðna innilega til hamingju.

Aðrir orðuhafar eru:

1. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings.

2. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, riddarakross fyrir störf á vettvangi vísinda og þekkingarmiðlunar.

3. Drífa Hjartardóttir, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, riddarakross fyrir sveitarstjórnarstörf og framlag til menningarmála í heimabyggð.

4. Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor, riddarakross fyrir framlag til menntamála á háskólastigi.

5. Guðmundur Gunnarsson veiðarfærameistari, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á vettvangi sjávarútvegs og þróun veiðarfæra.

6. Guðni Guðmundsson bóndi, riddarakross fyrir framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu.

7. Karen J. Sturlaugsson, tónlistarkennari og hljómsveitarstjórnandi, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis ungmenna.

8. Magnús Jakobsson, fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, riddarakross fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs.

9. Mats Wibe Lund ljósmyndari, riddarakross fyrir störf á vettvangi ljósmyndunar og menningar.

10. Már Kristjánsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til meðferðar smitsjúkdóma og baráttu við Covid-19.

11. Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.

12. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.

13. Rúna Sif Rafnsdóttir sjúkraliði, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar.

14. Örlygur Richter, fyrrverandi skólastjóri, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?