Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskóli Rangæinga hélt upp á daginn með tónleikum á Laugalandi sunnudaginn 3. mars s.l.

Tónleikarnir voru með ,,fjölskylduþema“, þar sem nemendur komu fram með einhverjum úr fjölskyldu sinni, þannig að hinir ýmsu samspilshópar mynduðust, nemendur spiluðu ýmist með syskinum, foreldrum eða jafnvel afa og ömmu. 

Útkoman var glæsileg, fjölbreyttir og mjög vel lukkaðir tónleikar og án efa hefur líka undirbúningstíminn heima fyrir verið mjög skemmtilegur líka.  Var mál manna að þetta þyrfti að endurtaka einhvern tímann aftur.

Sjá myndir hér!

Í lok tónleikana spiluðu tveir fyrrverandi píanónemendur skólans, þær Sara Mjöll Magnúsdóttir og Glódís Margrét Guðmundsdóttir, en báðar stunda nú framhaldsnám í tónlistinni.

Eftir velheppnaða tónleika áttu tónleikagestir góða stund yfir kaffibolla og glæsilegu kökuhlaðborði.


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?