15. apríl 2025
Fréttir

Yfirlitsmynd Hagabrautar
Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru teknar fyrir tvær framkvæmdaleyfisbeiðnir vegna uppbyggingar vegkafla með bundnu slitlagi innan sveitarfélagsins.
Annars vegar er um að ræða 7,5 km kafla Hagabrautar frá Landvegi að Reiðholti og hins vegar 13 km kafla Landvegar milli slóða að Áfangagili skammt norðan Landmannaleiðar og móta Þjórsárdalsvegar og Sprengisandsleiðar.
Nánar má lesa um málið í fundargerð skipulags og umferðarnefndar og fundargerð sveitarstjórnar
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með að varanlegar vegabætur séu að verða að veruleika sem byggir undir bættar samgöngur innan sveitarfélagsins og styður við betra aðgengi að helstu ferðamannaperlum á Suðurlandi.
Yfirlitsmynd Landvegar