Breyting á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
Hraun og Leirubakki lóð, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun
Sveitarfélagið vinnur að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin tekur til breyttrar landnotkunar í landi Hrauns og Leirubakka lóðar þar sem gert verði ráð fyrir að á báðum lóðum verði núverandi frístundasvæði breytt að nýju í landbúnaðarsvæði.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. nóvember 2017
--
Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitastjórnar Rangárþings ytra varðandi breytingar á aðalskipulagi.
Árbæjarhellir 2, Rangárþingi ytra, breyting á landnotkun
Sveitastjórn Rangárþings ytra samþykkti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Tillagan var auglýst frá 13.2.2017 til og með 30.3.2017 og bárust athugasemdir sem tekið hefur verið tillit til við gerð breytts uppdráttar. Settir hafa verið fram skýrari skipulagsskilmálar varðandi staðsetningu og stærð bygginga, bætt hefur verið inní ákvæðum varðandi gerð og tegund gistiþjónustu og byggingarheimildir minnkaðar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra