Blómstrandi kórastarf Rangæinga

Í Rangárþingi ytra er fjöldi kóra starfandi. Kirkjukórar eru við Skarðskirkju, Marteinstungu- og Hagakirkju, Árbæjarkirkju, og Odda- og Þykkvabæjarkirkju. Hringur, kór eldri borgara, starfar í allri Rangárvallasýslu og Kvennakórinn Ljósbrá og Karlakór Rangæinga ná einnig yfir alla sýsluna.

Nú er söngstarf vorannar að rúlla af stað og því upplagt fyrir áhugasamt söngfólk að kynna sér hvað er í boði. Langar þig að syngja í kór?

Kvennakórinn Ljósbrá

  • Æfingar á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30–21:30 í Menningarsalnum á Hellu (æft er í Hvolnum á Hvolsvelli á haustönn).
  • Stjórnandi er Ingibjörg Erlingsdóttir
  • Hefurðu áhuga á að vera með?

Karlakór Rangæinga

  • Æfingar á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:30–21:30 í Menningarsalnum á Hellu.
  • Stjórnandi er Guðjón Halldór Óskarsson.
  • Hefurðu áhuga á að vera með?
    • Hafðu samband við stjórnanda kórsins í síma 892-8772.

Hringur, kór eldri borgara

  • Æfingar á mánudögum frá kl. 16:00–18:00 í Menningarsalnum á Hellu.
  • Stjórnandi er Kristín Sigfúsdóttir.
  • Hefurðu áhuga á að vera með?
    • Hafðu samband við Þorstein Markússon, formann í síma 898-4928.
    • Eða mættu á æfingu og kynntu þér málið.

Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju

  • Æfingar á miðvikudögum frá kl. 19:30–21:30 í Menningarsalnum eða safnaðaheimilinu á Hellu.
  • Hefurðu áhuga á að vera með?
    • Hafðu samband við stjórnanda kórsins í síma 892-8772.

Kirkjukór Skarðskirkju

  • Stjórnandi er Kristín Sigfúsdóttir sem veitir nánari upplýsingar í síma 663-6217

Kirkjukór Marteinstungu- og Hagakirkju

  • Stjórnandi er Guðmundur Eiríksson – hægt er að hafa samband við hann á netfanginu goodman@simnet.is.

Kirkjukór Árbæjarkirkju

  • Stjórnandi er Hannes Birgir Hannesson – hægt er að hafa samband við hann á netfanginu arnkatla@isl.is.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?