Bæjarhellan verður haldin 19. desember

Bæjarhelluhátíð Grunnskólans á Hellu verður haldin 19. desember næstkomandi og hefst hátíðin kl. 17. Við hvetjum íbúa eindregið til að kíkja í íþróttahúsið þar sem hátíðin fer fram og fagna með krökkunum.

Bæjarhellan er árleg hátíð skólans sem snýst um það að nemendur og kennarar vinna saman í ýmsum smiðjum og selja svo og sýna afurðirnar á markaðsdegi Bæjarhellunnar þar sem gestum og gangandi býðst að mæta og fagna með nemendum.

Nánar má lesa um Bæjarhelluna á heimasíðu skólans með því að smella hér.

Þema bæjarhellunnar í ár er jólatengt og því upplagt að kíkja á svæðið og versla eitt og annað gott og fallegt fyrir jólin.

Skólaútvarpið er einnig að hefjast - áralöng hefð sem alltaf er jafn gaman að fylgjast með.

Eftirfarandi tilkynning barst frá skólanum með mikilvægum upplýsinum um fyrirkomulag hátíðarinnar og útvarpsins sem áríðandi er að kynna sér.

Hér koma nokkrar mikilvægar upplýsingar vegna Bæjarhelluhátíðarinnar í næstu viku.

Hvað varðar útvarpsútsendingar í næstu viku þá verður krakkaútvarpið með nýju sniði. Undanfarin ár hefur krakkaútvarpinu verið þannig háttað að hver árgangur hefur komið saman í útvarpið. Að þessu sinni verður þetta með þeim hætti að starfsstöðvar koma saman í útsendingu. Þannig að barn sem vinnur hjá jólapunti mun koma í útvarpið með öllum hinum nemendum þeirra stöðvar. Skipulag krakkaútvarps má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

Hátíðin er fimmtudaginn 19. desember og byrjar með helgileik og söng klukkan 17:00. Það er mikilvægt að aðstandendur mæti tímanlega til að atriðið fái að njóta sín án truflana. Að atriðum loknum opna bankinn og markaðurinn. Bankinn verður staðsettur uppi í anddyrinu og verða nokkrir gjaldkerar að störfum. Gott er að fólk mæti með reiðufé svo afgreiðslan gangi hraðar fyrir sig. Það verður einnig posi á staðnum.

Það verða sæti fyrir yngstu börnin og elsta fólkið á meðan helgileik stendur. Nóg af sætum verður á kaffihúsinu eftir að markaður opnar.

Sjáumst öll hress og kát, sýnum náungakærleika og njótum saman.

Samantekt:

    • Mæta tímanlega
    • Banki opnar EFTIR helgileik (mikilvægt að virða þetta)
    • Sjá skipulag fyrir útvarp á meðfylgjandi mynd

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?