Auglýst er eftir náms- og starfsráðgjafa í 100% starf við Grunnskólann Hellu, Laugalandsskóla í Holtum og Hvolsskóla sem allir eru staðsettir í Rangárvallasýslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið náms- og starfsráðgjafa er m.a.
- Náms- og starfsfræðsla í elstu bekkjum grunnskóla.
- Fræðsla í bekkjum um námstækni, skipulag og markmiðssetningu.
- Fyrirlögn og úrvinnsla áhugasviðskannana.
- Stuðningur og ráðgjöf um líðan og námsframvindu einstakra nemenda.
- Ráðgjöf um markmið, námstækni og námsval til einstakra nemenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi á Íslandi.
- Samskipta- og skipulagshæfni.
- Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
- Kennslureynsla í grunnskóla æskileg.
- Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti.
Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Áhugasamir leyti upplýsinga hjá eftirtöldum skólastjórum:
Kristín Sigfúsdóttir Grunnskólanum Hellu, netfang: kristins@grhella.is
Yngvi Karl Jónsson Laugalandsskóla, netfang: yngvikarl@laugaland.is
Birna Sigurðardóttir Hvolsskóla, netfang: birna@hvolsskoli.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf.
Umsóknir berist til kristins@grhella.is