Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022.
1306054 – Lunansholt II, breyting á landnotkun - PDF
Sveitastjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að gera breytingar á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010/2022. Gerð verður breyting á kafla 4.3 um frístundabyggð og á uppdrætti Aðalskipulags Rangárþings ytra. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum frístundasvæðum á jörðinni Lunansholt II, F73 sem eru 5 ha og F75 sem eru 8 ha.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 22. nóvember, 2013.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum.
1303015 – Lunansholt II, frístundasvæði - PDF
Deiliskipulag þetta er hér auglýst samhliða væntanlegri breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022. Deiliskipulagið tekur til 85,8 ha lands og verða tvö svæði skilgreind sem frístundasvæði. Restin verður áfram í landbúnaðarnotum
1309032 – Gaddstaðir frístundasvæði - PDF
Deiliskipulagið nær til um 40 ha svæðis úr landi Gaddstaða, sunnan Suðurlandsvegar og austan við þéttbýlið Hellu. Deiliskipulagið nær til 29 frístundalóða sem númerað er í framhaldi af eldra skiplagi G20 – G48. Lóðirnar eru um 0,7 – 1,7 ha. að stærð. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi og er um sömu aðkomu að ræða og fyrir frístundasvæðið vestan Hróarslækjar. Tillagan er hér endurauglýst vegna ákvæða um tímafrest í skipulagslögum.
0309025 – Vatnshólar frístundasvæði - PDF
Deiliskipulagið nær til um 58 ha. svæðis í Vatnshólum úr landi Árbæjarhellis. Svæðið er skilgreint sem frístundasvæði og merkt F6 í aðalskipulagi. Um endurskoðun deiliskipulags er að ræða þar sem helstu breytingar eru þær að lóðamörk eru uppfærð, byggingarreitir eru stækkaðir og byggingarmagn á hverri lóð er aukið, ákvæði um gróðursetningu á lóðamörkum er aflétt og breytingar gerðar á innri skiptingu nokkurra landspildna. Gildistaka þessa skipulags fellir úr gildi eldra deiliskipulag síðan 1994.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is ásamt umhverfisskýrslu fyrir Fellsmúla. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. nóvember, 2013.
----------------------------------------------------
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra