Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Oddspartur L204612. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí.2024 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem fyrirhugað er að breyta landnotkun á hluta svæðis Oddsparts Loka í Þykkvabæ í verslunar- og þjónustusvæði. Fyrir er veitingastaður og tvenn kúluhús til útleigu innan skikans. Áform eru um áframhaldandi uppbyggingu innan svæðis, þá allt að 15 kúluhús og tvenn þjónustuhús. Einnig er gert ráð fyrir 5 stærri húsum til útleigu fyrir gesti.
Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma.
Gunnarsholt L164499. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí.2024 að gerð verði breyting á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem gert er ráð fyrir að um 60 hekturum verði breytt í athafnasvæði. Fyrirhugað er að framleiða skógarplöntur á spildunni í gróðurhúsum og innan skjólveggja. Heimilað verður að byggja skemmur og einnig verður starfsmannaaðstaða til viðveru og gistingar innan svæðis. Gert er ráð fyrir að plantað verði trjám umhverfis starfsemina, í um 20-30 hektara svæði, þ.e. sem skjólbelti innan lóðarmarka.
Hér má nálgast lýsingu skipulagsáforma.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 25. júlí nk.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra