Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Tindasel, ferðaþjónusta. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 til stækkunar á núverandi verslunar- og þjónustusvæði í Tindaseli 1 og 2. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Aðkoman að svæðinu er af Rangárvallavegi (264).
Nálgast má lýsingu skipulagsáforma hér.
Heimahagi L206436. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Heimahagi L206436 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði gert að frístundasvæði. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271.
Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.
Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir lóðirnar Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel þar sem núverandi frístundasvæði verði fært til landbúnaðar að nýju. Aukist hefur áhugi landeigenda að fá búseturétt á landspildum sínum og stunda þar minniháttar búskap eða aðra starfsemi. Þá hafa fjarskipti batnað verulega með lagningu ljósleiðara, og þá möguleikar á fjarvinnu í mörgum atvinnugreinum. Innan lóða verður heimilt að byggja í samræmi við skilmála landbúnaðarlands, eins og er heimilað í gildandi aðalskipulagi. Aðkoma að svæðinu er af Bjallavegi (272) um heimreið Lækjarsels.
Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 28. mars 2024.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Móholt og Hrafnaþing, Rangárþingi ytra, Deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Móholt 1, L205150 og Hrafnaþing L233392. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina tvær lóðir á landi Hrafnaþings L233392 og skilgreina á þeim byggingarreiti fyrir vélageymslur og gripahús og skilgreina byggingarreit á lóðinni Móholt 1, L205150 fyrir íbúðarhús, baðhús og gestahús og bílskúr. Aðkoma að lóðunum er frá Þykkvabæjarvegi nr. 25.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Árbakki, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13. mars 2024 að auglýsa breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbakka dags. 6.12.2006. Eigendur lóðanna Árbakki lóð 41 - L214332, Árbakki lóð 43 - L214332, Árbakki lóð 45 - L214335, Árbakki lóð 40 - L214331, Árbakki lóð 42 - L214333, Árbakki lóð 44 - L220921 og Árbakki lóð 46, L220922 hafa óskað eftir að byggingareitir verði færðir til innan lóða, örlitlar leiðréttingar gerðar á afmörkun og stærðum lóða og vegakerfi uppfært í takt við núverandi legu vega innan svæðisins. Að auki er kvöð sett á lóðir nr. 40, 42, 44 og 46 um aðkomu að lóðum nr. 41, 43 og 45. Aðkoma að svæðinu er frá Árbæjarvegi.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25. apríl 2024.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra